Bannað að stela

http://www.bergruniris.com/innblastur-stuldur-eda-staeling

Endilega lesið þetta.

Advertisements

Rebbakrútt

Nú er á döfinni hjá okkur Gunnarsbörnum, mér, Berglindi, Ösp og Kára að gefa út litabók. Þessi litli rebbi er eftir Berglindi Ásgeirsdóttur og er það fyrsta sem við höfum sýnt úr þessari bók sem vonandi lítur dagsins ljós sem fyrst. Við eigum þónokkra vini sem eru nú þegar búnir að lita rebba og erum við hæstánægð með þá alla. Hér má sjá nokkrar útgáfur af honum.

litabók
Öllum er frjálst að prenta út þessa mynd og lita
Rebbakrútt - flip
Rebbakrútt – flip

11855741_10153129540298736_6621446201538718610_n

Þennan fallega bláa rebba litaði litasnillingurinn og listamaðurinn Hrönn Traustadóttir. Takk æðislega fyrir það Hrönn!

Lambhús

Ég man eftir því þegar ég var á leikskóla hvað mér fannst lambhúshettur flottar, ég átti aldrei slíka sem barn og hef aldrei eignast svoleiðis en áhugaverðar eru þær og virkilega gaman að búa svoleiðis til. Ég mundi svo sterkt eftir því að mér fannst þær heita “lambúsettur” þegar ég var lítil þegar stóra stelpan mín endurtók orðið í sífellu í leikskólanum þegar ég var að sækja hana “lambúsetta, lambúsetta, lambúsetta, lam, bús, etta?” spurði hún og horfði á mig stórum augum. Ég stóðst ekki mátið og endurtók það sem ég hafði lesið mér til um þessar stór áhugaverðu hettur, já ég gat sko ekkert gert af googlinu sem ég framkvæmdi þegar ég prjónaði eina svona fyrst:

“Orðið lambhús er fjárhús sérstaklega ætlað lömbum. Hvers vegna hettan er kölluð lambhúshetta er ekki að fullu vitað. Hún var upphaflega notuð úti við til sveita í verri veðrum og meðal annars þegar menn þurftu í lambhúsið. Gamall maður sagði mér þá skýringu að hettan væri eins konar hús á höfuðið og það sem út úr stæði af andlitinu, nefið og augun, minnti á haus á lambi. Ekki veit ég hvort þessi skýring er sú eina rétta.” skrifaði Guðrún Kvaran prófessor á síðu vísindavefsins.

Ég veit ekki hvorri fannst þetta meira áhugavert, mér eða litla fróðleikssvampinum mínum.

Hér er lambhúshetta númer tvö sem ég prjónaði á litlu svampinn:
Lambhúshetta lambhúshetta lambhúshetta

Uppskriftin fæst ókeypis á netinu á tinna.is

Mig langar að taka það fram að ég ruglaðist algerlega í hálsmálinu og gleymdi að taka frá lykkjur, mér sýnist það ekki koma að sök og ég kenni brjóstaþokunni algerlega um það, held ég hafi þó reddað mér fyrir horn.

Að sjálfsögðu er hér svo ein mynd af fyrstu lamhúshettunni sem ég gerði fyrir þessa elsku:
lamhúshetta

Báðar húfurnar eru gerðar úr afgangsgarni, enda hentar þetta verkefni afbragðsvel í að nýta afganga. Í þessari nýju er lamaull (dökkbleika), merinoull (bláa) , blanda af lama og merinoull (hvíta), superwash ull (bleika) og garn sem ég hef ekki glóru um hvað er (dökka).

Takk fyrir að lesa góða fólk ❤

Photoshop

Einu sinni var Ösp óánægð með andlitið sitt í prófíl, ég sagði kjaftæði og tók mynd af henni þannig afþví hún er svo falleg í prófíl og á allan hátt. Svo photoshoppaði ég Vask litla upp á hausinn á henni, eina leiðin til að ná þeim saman 🙂 En fyrst ég var byrjuð að photoshoppa þá gat ég ekki hætt,setti smá tré á andlitið á henni, enda heitir hún Ösp. vaskur og ösp

Plaköt

Ég var að ljúka við gerð þessara plakata:

Landsmót

karnival

Mér finnst alltaf jafn gaman að hanna plaköt, sérstaklega þegar ég fæ frekar frjálsar hendur með það eins og núna. Er mjög ánægð með útkomuna á þessum. Endilega svo allir að skella sér á Karnival á Hvammstanga um helgina 🙂

Að áorka

Nú er kominn timi til að koma aftur úr bloggorlofi, ég tók mér aðeins lengra hlé en ég ætlaði í tilefni af fæðingu afsprengis númer tvö. Hún er nefnilega svo ánægð með mig þetta kríli að hún vill sem oftast vera í fanginu á mér að knúsa mig, það er ekki sem verst en kemur niður á t.d. uppvaskinu og gerir mér það erfiðara að ráðast á þvottafjallið, bara sem dæmi. Þetta er samt svo kósý og ég veit alveg að bráðum verður þetta búið þegar hún fer að tætibuskast útum alla íbúð. Þannig að hér er kannski ekki miklu áorkað þannig sé en að áorka einhverju er alltaf gaman. Stundum eigum við til að gleyma hversu miklu við höfum áorkað. Ég var t.d. í smá bömmer á dögunum yfir því að hafa ekki klárað nein handavinnuverkefni undanfarið, fannst ég aldrei hafa áorkað neinu (já ég er handavinnunháð). Svo ákvað ég að staldra við og hugsa aðeins um þetta og komst að þeirri niðurstöðu að undanfarið er ég búin að áorka heilmiklu, t.d. bara því að eignast barn, það er meira en að segja það!

Svo blessunarlega náði ég loksins að klára afmælisgjöf fyrir yndislegustu, frábærustu og bestu tengdamömmuna mína, hún átti sko afmæli í ágúst, úps. En hún fyrirgefur mér þetta, svona fyrst ég er að hugsa svona vel um ömmugullið hennar sem er orðin fimm mánaða, tíminn flýgur svo sannarlega. Fyrir hana gerði ég enn aðra Kríuna, ég vildi hafa hana stóra og góða afþví mér finnst mín stærsta langþægilegust, þessi varð mun stærri alveg óvart. Ég gerði alltaf meira og meira afþví mér fannst hún aldrei nógu stór, ég t.d. heklaði hana nánast alla leið til Akureyrar og til baka en samt fannst mér það ekki nóg. Enda fyllir hún útí allan sófann minn og rúmlega það. Þetta minnir mig á bókina sem tengamamma gaf stelpunni minn og heitir “Ég elska þig”, þar elskar Stóri héraljúfur Litla héraljúf alla leiðina til tunglsins og aftur til baka. Mér finnst að þegar maður er að gera handavinnuverkefni fyrir einhvern þá er maður að setja ást í verkið, þannig að ég elska tengdamömmuna mína alla leiðina til Akureyrar og til baka og svo ennþá meira en það. Já, það er ekki annað hægt en að elska hana og ég ætla ekkert að afsaka neina væmni hér ❤

Hér eru myndir af herlegheitunum:

Kría
Kría
Kría
Kría

Garnið sem ég notaði er Abuelita Baby Merino Lace (blái) og Reuma Thermal Wolle (grásvartur). Skemmtilegast þykir mér að orðið “abuelita” þýðir amma.

Ég má svo til með að sýna hér stóru Kríuna mína og mig:

Kría
Krían mín

Þessi Kría er mest notaða handavinnuflík sem ég á, þannig að ég mæli með léttum stórum Kríum. Uppskriftina er að finna í Þóru heklbók og garnið er merino ullargarn frá Lang yarns.

Takk fyrir að lesa, nú er bara að standa við stóru orðin og að vera í alvöru komin úr bloggfríi 🙂

Mörgæsarpeysa

Mörgæsarpeysa

Sumarið 2013 prjónuðum við mæðgur þessa peysu. Hún er búin að vera aðal leikskólapeysan undanfarið ár enda farin að láta á sjá. Nú hefur daman ákveðið að leggja henni í bili, segir að hún stingi…. allavegana miðað við uglupeysuna. Ég varð að sjálfsögðu að taka það gilt enda peysan nánast öll í henglum og hnökrum, verst bara að geta ekki notað lengur yndislega lopann í peysur fyrir hana fyrst hann stingur hana.